Að panta dekk!

Spurning: Hvernig pantar maður dekk á síðunni?

Svar:

1. Þú byrjar á því að velja þá dekkjastærð sem þú leitar að undir þinn bíl. Það gerir þú með leitarvalmöguleikunum á forsíðunni hjá okkur. Þar velur þú td. 195 sem er þá breiddin á dekkinu, 65 sem er hæðin á dekkinu og felgustærðina sem er í þessu tilfelli 15 tommur.

2. Við að setja leitina af stað færðu leitarniðurstöðu þar sem öll dekk í valinni stærð koma upp. Vinstra megin á síðunni færðu geturðu svo valið frekar hvaða framleiðanda, mótstöðu, blautgrip, afhendingartíma og fleira þú vilt leita eftir. Ath. Að mismunandi afhendingartími er á vörum eftir vöruhúsum og getið þið sent okkur póst á info@tyresdirect.is til að fá nánari upplýsingar um tiltekna vöru.

3. Þegar þú hefur fundið dekkið sem þú leitar að leggurðu það í innkaupakörfuna með því að ýta á körfuhnappinn hægra megin.

4. Við að leggja vöruna í innkaupakörfuna birtist innkaupakarfan í hægra horninu á síðunni þar sem fjöldi og upphæð kemur fram. Þar ferð þú í ganga frá pöntun.

5. Þegar gengið er frá pöntun þarf fyrst að búa til notendanafn og lykilorð og stofna nýjan notanda. Það er að því gefnu að þú sér ekki með notendanafn fyrir.

6. Þegar notandi hefur verið skráður er beðið um greiðslu- og sendingarupplýsingar. Þegar þær hafa verið fylltar inn er ýtt á halda áfram á næsta skref.

7. Nú biður kerfið um hvernig skal greiða pöntun og er einungis hægt að greiða með korti á þessu stigi. Við eigum gott samstarf við Kortaþjónustuna og tekur hún á móti Visa og Mastercard kreditkortum. Kerfið velur sjálfkrafa þennan valmöguleika og ýtir þú á „Halda áfram á næsta skref“.

8. Þegar haldið hefur verið áfram birtist Netgreiðslusíða Kortaþjónustunnar þar sem kemur fram nafn fyrirtækis seljanda og nafn kaupanda. Þar er vinsamlegast beðið um að fylla út greiðslukortaupplýsingar og beðið um staðfestingu með a „Greiða núna“ takkanum.

9. Þegar pöntun hefur verið greidd kemur upp staðfestingasíða í vafra með pöntunarnúmer og yfirliti yfir pöntun.

Tyres Direct

Velkomin á heimasíðu Tyres Direct. Hér getur þú fundið yfir 15.000 mismunandi dekk frá allt að 60 framleiðendum á fólksbíla, jeppa og sendibíla. Við bjóðum einnig uppá mjög flott úrval af felgum sem og dekkja og felgupökkum undir flestar tegundir bíla. Endilega hafið samband á tölvupósti info@tyresdirect.is með upplýsingum um bílinn og við komum með gott tilboð.

 

Afhending!

Við afhendum frítt heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu! Við sendum einnig út á land, sendu okkur línu info@tyresdirect.is með þínu heimilisfangi og við gefum þér gott tilboð í flutning!

Um okkur

Fyrirtækið

Tyres Direct hefur það markmið að gefa sem flestum færi á því að kaupa sér framúskarandi góð dekk á eðlilegum verðum. Við bjóðum vikulega flutninga frá Evrópu og erum því með lágmarks lager til að geta boðið betri verð.

 

Þjónusta

Okkar markmið

Við viljum þjónusta þig eins vel og við frekast getum og erum tilbúin að svara þínum spurningum hvort sem er á tölvupósti eða í síma. Við erum ekki ánægð fyrr en þú ert ánægður.

 

Hafa Samband

Í tölvupósti

Besta leiðin til að hafa samband við okkur er með tölvupósti á info@tyresdirect.is. Við svörum einnig í síma 578 8210.